Veitingar
Veitingar eru fram bornar í Byrgishóli (Golfskálanum). Morgunverður næturgesta í Nesi er þar jafnan fram reiddur. Veitingahúsið hefur rekstrarleyfi í flokki II (m.a. til vínveitinga) og þar má hafa allt að 60 manns í sæti, auk þess má sitja við borð úti á sólpalli. Hægt er að fá aðgang að Snóker knattborði til leiks. Í Golfskálanum er veittur aðgangur að Reykholtsdalsvelli.
Sé pantað með fyrirvara verður hægt að fá léttar og heitar máltíðir fyrir hópa.
Lagt er upp með að bjóða sem mest upp á matföng úr hráefni úr héraði meðhöndlað að borgfirskum hætti. Kaffi, te, aðrar drykkjarvörur og léttar veitingar eru jafnan á boðstólum fyrir gesti og gangandi.