Margir athyglisverðir staðir eru í nágrenni við Nes.

Sögustaðurinn Reykholt er 2,5 km frá Nesi. Þar eru sögusýningar og gestamóttaka í Snorrastofu, Fosshótel og einnig lítil matvöruverslun. (mynd 1)
Hraunfossar og Barnafoss (18 km).
Hraunkarl, við veginn að Surtshelli (34 km mynd 3)
Surtshellir í Hallmundarhrauni (35 km)
Hverinn Vellir er í Reykjadalsá um 2 km gönguleið frá bænum (mynd 5)
Deildartunguhver og gróðrarstöðin Víðigerði (5 km mynd 6).
Meðfram Rauðsgili er athyglisverð gönguleið og áhugavert gljúfur að skoða.
Á Kleppjárnsreykjum er sundlaug við Barnaskólann. Þar einnig veitingahúsið Hverinn, og nokkur garðyrkjubýli. (6 km, mynd 8)
Næsti kaupstaður er Borgarnes (37 km mynd 9)

 

Myndband frá Deildartunguhver