Bærinn Nes í Reykholtsdal er við veg 518. Gestgjafi er Bjarni Guðráðsson.

Gistiherbergin eru í tveimur sambyggðum eldri íbúðarhúsum bæjarins og nýuppgerðu húsi sem byggt var og notað sem fjós 1950-1990 og síðar notað sem geymsluhús.

Eldra íbúðarhúsið (1-A)var byggt 1937 í stíl þess tíma. Þar eru 3 herbergi án baðs, 1 eins manns, 1 tveggja manna með hjónarúmi og 1 þriggja manna.  Eldhús og baðherbergi er sameiginlegt. Handlaugar eru í herbergjunum. Auk þess lítið eins manns herbergi án vasks notað í viðlögum.

Yngra íbúðarhúsið (1-B) var byggt 1957. Þar eru 3 herbergi án baðs. Tvö þeirra eru tveggja manna með hjónarúmi, og eitt tveggja manna með aðskildum rúmum (twin) sem hefur aðgengi fyrir fatlaða og þar má setja inn aukarúm eða vöggu fyrir smábörn. Einnig rúmgóð setustofa, eldhús og baðherbergi. Handlaugar eru í herbergjunum.

Hið nýuppgerða hús (Gamla fjós) er á sama hlaði. Þar eru 4  tveggja manna herbergi með aðskildum rúmum og fylgir sérstakt baðherbergi hverju. Í þessu húsi er ekki eldhús og matseld ekki leyfð. Í hverju herbergi er hægt að hita vatn í katli og laga te eða kaffi sem þar er fyrir hendi. Aðgengi að eldhúsi og sameiginlegri setustofu má deila með gestum í húsi 1B.  

Öll herbergi eru leigð með uppbúnum rúmum með aðgangi að eldhúsi.

Gestamóttaka er í Golfskálanum Byrgishóli. Morgunverður er þar fram reiddur og er ásamt  aðgangi að Interneti í öllum húsum og heitum baðlaugum á bænum innifalinn í gistileigu.
Margir áhugaverðir staðir eru í nágrenninu. Í Golfskálanum fást léttar veitingar. Máltíðir  fást fyrir hópa, ef pantað er fyrirfram. Margir áhugaverðir staðir eru í nágrenninu.

Tekið er á móti Kreditkortum.