Bærinn Nes í Reykholtsdal er við veg 518. Gestgjafar eru Bjarni Guðráðsson og Sigrún Einarsdóttir.

Gistiherbergin eru í tveimur sambyggðum eldri íbúðarhúsum bæjarins. Eldra húsið var byggt 1937 í stíl þess tíma. Þar eru fjögur herbergi án baðs, 2 eins manns, 1 2ja manna með hjónarúmi og 1 þriggja manna (fjölskylduherbergi) eldhús og baðherbergi er sameiginlegt. Handlaugar eru í herbergjunum.
Yngra húsið var byggt 1957. Þar eru alls 4 herbergi án baðs; eitt 2ja manna með hjónarúmi, tvö 2ja manna með aðskildum rúmum (twin) og eitt með einu rúmi. Einnig rúmgóð setustofa, eldhús og baðherbergi. Handlaugar eru í herbergjunum.

Herbergi eru leigð með uppbúnum rúmum með aðgangi að eldhúsi, morgunverður innifalin í herbergja verði.

Morgunverður og léttar veitingar eru fram reiddar í golfskálanum og þar fást máltíðir fyrir hópa, ef pantað er fyrirfram. Við golfskálann er heitur pottur fyrir gesti og lítil búningsaðstaða með sturtubaði.

Margir áhugaverðir staðir í nágrenni.

Tekið er á móti Kreditkortum. Smellið hértil að skoða verð.